Grófu leið úr katakombum í vínkjallara

Katakombur Parísarborgar.
Katakombur Parísarborgar. AFP

Þjóf­um tókst að stela yfir 300 vín­flösk­um, sem metn­ar eru á rúm­lega 250 þúsund evr­ur, 31,5 millj­ón­ir króna, með því að grafa göng inn í vínkjall­ara í einka­eigu úr kata­komb­un­um í Par­ís.

Að sögn lög­reglu var vínið síðan flutt að næt­ur­lagi í gegn­um graf­hvelf­ing­arn­ar sem eru eins og völ­und­ar­hús und­ir borg­inni en göng­in um þær eru alls 250 km löng. Vínið var geymt í kjall­ara íbúðar auðkýf­ings í sjötta hverfi, skammt frá Lúx­em­borg­arg­arðinum.

Lög­regl­an tel­ur að þjóf­arn­ir hafi vitað ná­kvæm­lega hvar vínkjall­ar­ann var að finna. Þeir boruðu sér leið upp úr kata­komb­un­um sem ekki er erfitt verk þar sem vegg­irn­ir eru yf­ir­leitt kalk­steinn. Talsmaður lög­regl­unn­ar seg­ir að ekki hafi verið um slemb­ilukku að ræða hjá þjóf­un­um held­ur hafi þeir greini­lega komið inn í vínkjall­ar­ann áður. 

Bannað er að fara inn í kata­komburn­ar að næt­ur­lagi og hluti þeirra er lokaður fyr­ir al­menn­ingi nema í fylgd far­ar­stjóra. Vitað er að ákveðinn hóp­ur fólks sæk­ir inn í kata­komburn­ar að næt­ur­lagi en það hef­ur hingað til verið látið óáreitt af yf­ir­völd­um. Þeir laum­ast þangað inn að næt­ur­lagi í gegn­um leyni­leiðir, yf­ir­leitt fyrr­ver­andi hol­ræsa­kerfi borg­ar­inn­ar, og eiga sín­ar stund­ir þar. Eins hafa verið haldn­ar þar leyni­veisl­ur, leynifund­ir og jafn­vel kvik­mynda­sýn­ing­ar.

Frétt Guar­di­an

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert