Segir viðræður ekki leysa vandann

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði á Twitter fyrr í dag að viðræður við Norður-Kóreu væru ekki lausnin. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi eldflaugarskot Norður-Kóreu yfir Japan á fundi í gærkvöldi.

„Bandaríkin hafa átt í viðræðum við Norður-Kóreu og við höfum borgað þeim blóðpeninga í 25 ár. Viðræður eru ekki lausnin!“ skrifaði forsetinn á Twitter.

Yf­ir­völd í Norður-Kór­eu segja að eld­flaugar­skotið yfir Jap­an hafi verið fyrsta skrefið í hernaðaraðgerðum rík­is­ins á Kyrra­hafi. Því bend­ir allt til þess að fleiri eld­flauga­skot séu í und­ir­bún­ingi.

Norður-Kór­eu­menn skutu tveim­ur lang­dræg­um eld­flaug­um í til­rauna­skyni í síðasta mánuði og þær voru af teg­und sem talið er að geti dregið til stór­borga á meg­in­landi Banda­ríkj­anna. Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti svaraði með því að vara N-Kór­eu­menn við því að hann myndi refsa þeim „með eldi og ofsa­bræði, sem heim­ur­inn hef­ur aldrei séð áður“ héldu þeir áfram að hafa í hót­un­um við Banda­rík­in.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert