Fimmtán ára gamall breskur transpiltur tók sitt eigið líf á dögunum eftir að hafa verið tjáð að ekki væri hægt að breyta nafni hans formlega í skólanum sem hann var í.
Leo Etherington gekk í stúlknaskólann Wycombe High School í bænum High Wycombe í Bretlandi. Var honum tjáð af skólastjórnendum að hann yrði áfram kallaður Louise þar til hann yrði 16 ára, en þá væri hægt að breyta nafni hans í Leo í skólakerfinu. Er Leo sagður hafa reiðst yfir þessu.
Réttarrannsókn á andlátinu fer nú fram, en í gögnum málsins kemur fram að Leo hafi komið út sem samkynhneigður árið 2013 áður en hann kom út sem trans í fyrra. Faðir hans fann hann látinn í herbergi sínu þar sem hann hafði hengt sig.
Í gögnum málsins kemur fram að vinir hans hafi kallað hann Leo, en skólastjórnendur hafi tjáð honum að ekki væri hægt að breyta nafninu fyrr en hann yrði 16 ára.
Faðir drengsins, Martin Etherington, sagði við rannsóknina að sonur sinn hafi alltaf fengið stuðning frá fjölskyldu sinni og vinum. Tjáði faðir Leos honum að hann myndi borga fyrir kynleiðréttingaraðgerð fyrir hann þegar drengurinn næði aldri til.