„Við drepum bara svart fólk“

Lögregluþjónninn sagðist vera að reyna að létta á spennunni.
Lögregluþjónninn sagðist vera að reyna að létta á spennunni. AFP

Myndskeið náðist af bandarískum lögreglumanni þar sem hann segir hvítum ökumanni að hafa engar áhyggjur vegna þess að „þeir drepi bara svart fólk“.

Myndskeiðið sýnir hvar lögregluþjónninn, Greg Abbott, stöðvar bifreið í Georgiu. Kona segir lögregluþjóninum að hún sé hrædd við að hreyfa hendurnar vegna þess að hún hafi séð of mörg myndskeið sem sýni lögregluofbeldi.

„En þú ert ekki svört. Mundu að við drepum bara svart fólk,“ var svarið hjá Greg Abbott en atvikið átti sér stað í júlí. Lögregluþjónninn er til rannsóknar vegna málsins.

Lögfræðingur Abbott sagði að skjólstæðingur hans hefði verið að reyna að létta á spennunni á staðnum með ummælum sínum.

„Hvert sem samhengið var þá hefðu þessi ummæli ekki átt að falla,“ sagði lögreglustjórinn Mike Register.

Frétt Sky News.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert