Fjórir sýnishornamúrar í bígerð

Hluti landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er nú þegar merktur með …
Hluti landamæra Mexíkó og Bandaríkjanna er nú þegar merktur með nokkurs konar múr, líkt og sjá má í Sonoyta í norðurhluta Mexíkó og Arizona eyðimörkinni. AFP

Fjög­ur verk­taka­fyr­ir­tæki hafa verið val­in til að reisa sýn­is­horn af landa­mæramúr milli Banda­ríkj­anna og Mexí­kó. Múr­arn­ir verða níu metr­ar að lengd og allt að níu metra háir og verða byggðir á næstu mánuðum.

Landa­mæramúr­inn var eitt af helstu kosn­ingalof­orðum Don­alds Trumps í kosn­inga­bar­átt­unni á síðasta ári og hef­ur Trump meðal ann­ars sagst vera til­bú­inn til að hætta á að fjár­lög verði ekki samþykkt þannig að starf­semi mik­il­vægra rík­is­stofn­ana stöðvist ef það er það sem þurfi til að byggja múr á landa­mær­um Mexí­kó.

Yf­ir­völd munu eyða allt að tveim­ur mánuðum í að prófa múr­ana, meðal ann­ars hvort hægt sé að kom­ast í gegn­um þá og hvort þeir verði fyr­ir miklu hnjaski þegar hinum ýmsu verk­fær­um er beitt á þá. 

Hver verktaki fær um hálfa millj­ón doll­ara til verks­ins. Ronald Vitiello, aðstoðarfor­stöðumaður tolla- og landa­mæra­eft­ir­lits Banda­ríkj­anna, seg­ir í sam­tali við BBC að próf­an­irn­ar muni hjálpa til við að ákv­arða loka­hönn­un múrs­ins. Vitiello seg­ir jafn­framt að hann viti ekki til þess að neinn verk­tak­anna hafi reynslu af því að byggja múr í lík­ingu við landa­mæramúr­inn sem á að reisa.

Yfir 200 fyr­ir­tæki sýndu áhuga á verk­inu. Fyr­ir­tæk­in fjög­ur sem hafa verið val­in munu nota steypu í múr­inn en í næstu viku munu fjög­ur önn­ur fyr­ir­tæki hefjast handa við bygg­ingu múrs úr öðrum efn­um en steypu.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka