Bandaríkin munu bregðast við allri hættu sem stafar af Norður-Kóreu með „umfangsmiklum hernaði,“ (e. massive military response) en í nótt sprengdi ríkið öfluga kjarnorkusprengju neðanjarðar og olli hún sem nemur jarðskjálfta upp á 6,3 stig. Þetta segir James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Mattis ræddi við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir að Trump fundaði með þjóðaröryggishópi Bandaríkjanna.
Sagði Mattis að hver sú hætta sem Bandaríkjunum, auk eyríkisins Guam og öðrum vinaþjóðum Bandaríkjanna stafaði af Norður-Kóreu yrði mætt með „umfangsmiklum hernaði“ og að slíkar aðgerðir væru bæði „skilvirkar og yfirþyrmandi.“