Trump fundar með þjóðaröryggishópnum

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kallað þjóðaröryggishóp sinn til fundar í kjölfar kjarnorkusprengjutilraunar stjórnvalda í Norður-Kóreu sem gerð var í nótt að íslenskum tíma.

„Þjóðaröryggishópurinn fylgist grannt með þessu,“ sagði fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, Srah Huckabee Sanders, á blaðamannafundi nú fyrir skömmu.

„Forsetinn og þjóðaröryggishópur hans munu funda síðar í dag. Við munum halda áfram að gefa upplýsingar eftir þörfum.“

Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur þá hafið undirbúning frekari efnahagsþvingana gegn Asíuríkinu, „sem myndu einangra Norður-Kóreu efnahagslega“ að sögn fjármálaráðherrans Steven Mnuchin.

„Við munum vinna með bandamönnum okkar. Við munum vinna með Kína. En fólk þarf að einangra Norður Kóreu efnahagslega, þetta er óásættanleg hegðun.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert