„Bandaríkin vilja aldrei fara í stríð“

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú í höfuðstöðvum SÞ í New …
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú í höfuðstöðvum SÞ í New York. AFP

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum hvetur öryggisráð SÞ að grípa til eins ítarlegra aðgerða og mögulegt er gegn eldflauga- og kjarnorkuvopnatilraunum Norður-Kóreu.

Neyðarfundur stendur nú yfir í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna.

„Sá tími er kominn að nýta allar mögulegar diplómatískar leiðir áður en það verður um seinan,“ sagði Haley á fundi öryggisráðsins og BBC greinir frá. Þá varaði hún einnig við að Bandaríkin muni fylgjast grannt með öllum ríkjum sem munu eiga í áframhaldandi viðskiptasambandi við Norður-Kóreu. 90% viðskipta Norður-Kóreumanna eru við Kína.

Haley segir að með aðgerðum sínum hafi Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, verið að „biðja um stríð.“ „Bandaríkin vilja aldrei fara í stríð. Við viljum ekki stríð en þolinmæði ríkis okkar er ekki ótakmörkuð,“ sagði Haley.

Nýjustu fregnir herma að stjórnvöld í Norður-Kóreu undirbúi frekari tilraunir með eldflauga- og kjarnorkuvopn.

Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Nikki Haley, fastafulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert