Vilja frysta eignir Kims Jong-un

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Bandaríkin hafa beðið öryggisráð Sameinuðu þjóðanna um að banna Norður-Kóreu að versla með olíu og einnig vilja þau að eignir leiðtogans Kims Jong-un verði frystar. 

Ástæðan er sjötta og stærsta tilraun Norður-Kóreu með kjarnavopn síðastliðinn sunnudag.

Bandaríkin hafa einnig óskað eftir því að útflutningur á vefnaðarvörum frá Norður-Kóreu verði bannaður og að stöðvaðar verði greiðslur til norðurkóreskra verkamanna sem starfa í öðrum löndum.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, er mótfallin því að Norður-Kóreu verði bannað að versla með olíu. Þetta kom fram á fundi hans með Moon Jae-in, forseta Suður-Kóreu, að því er New York Times greindi frá.

Norður-Kórea hefur flutt inn mest af olíu sinni frá Kína en hefur verið að auka olíuinnflutning frá Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert