Umdeildur fjölskyldudagur fangelsisstarfsmanna

Fangelsi. Myndin er þó ekki úr Ringerike-fangelsinu í Buskerud.
Fangelsi. Myndin er þó ekki úr Ringerike-fangelsinu í Buskerud. AFP

„Það er al­gjör­lega fá­rán­legt að vist­mönn­un­um sé „refsað“ til að fjöl­skyld­ur starfs­fólks­ins geti átt góða upp­lif­un í fang­els­inu,“ seg­ir Knut Dit­lev-Simon­sen lögmaður í sam­tali við norska blaðið VG í dag en skjól­stæðing­ur hans er í hópi fanga sem læst­ir verða inni í klef­um sín­um í fjóra og hálf­an klukku­tíma eft­ir há­degi á morg­un, laug­ar­dag.

Tals­menn fang­els­is­ins út­skýra gjörðir sín­ar með því að eðli­lega verði aðeins ör­fá­ir fanga­verðir í starf­hæfu ástandi á meðan aðrir úr þeirra hópi sýni fjöl­skyld­um sín­um vinnustaðinn hátt og lágt og þar með verði vist­menn að sýna því skiln­ing að mæla gólf klefa sinna meðan á opna deg­in­um stend­ur. Uppá­kom­an á sér þó al­var­legri ræt­ur.

Myrti sam­fanga í fe­brú­ar

„Við ákváðum að halda op­inn dag vegna þess að þeir sem nán­ast standa starfs­fólk­inu hafa þörf fyr­ir að sjá hvernig er um­horfs hér, ekki síst eft­ir þá sorg­legu uppá­komu sem mann­drápið hér inni fyrr á ár­inu var,“ seg­ir Hå­kon Mel­vold, for­stöðumaður fang­els­is­ins, og vís­ar þar til þess þegar fangi á sex­tugs­aldri, sem ný­lega hafði hlotið 17 ára dóm fyr­ir að myrða næt­ur­vörð í Ósló, stytti sam­fanga sín­um ald­ur í fe­brú­ar á þessu ári.

Norska rík­is­út­varpið NRK fjallaði ít­ar­lega um það mál á sín­um tíma og kom þar meðal ann­ars fram að Rin­gerike-fang­elsið væri há­marks­ör­ygg­is­fang­elsi með pláss fyr­ir 160 manns í afplán­un í einu en þangað séu ein­göngu þeir fang­ar send­ir sem hafa gerst sek­ir um al­var­leg af­brot, einkum of­beld­is­brot, og þykja bein­lín­is hættu­leg­ir.

Skjól­stæðing­ur lög­manns­ins Dit­lev-Simon­sen hyggst kæra opna dag­inn með þeim rök­um að í raun réttri sé föng­um refsað með aðgerð sem megi jafna við fulla ein­angr­un til að hafa ofan af fyr­ir fjöl­skyld­um fanga­varðanna sem geti þá frílystað sig að vild inn­an múr­anna án þess að „vera angraðir af föng­um“.

Mest greint frá of­beldi og hót­un­um

Mel­vold for­stöðumaður seg­ir annað ótækt en að reyna eft­ir föng­um að halda vist­mönn­um aðskild­um frá gest­un­um. Vissu­lega missi þeir af úti­vist­ar­tíma og lík­ams­rækt sem þeir eigi rétt á en það verði þeim bætt upp eft­ir að fang­elsið lok­ar opna deg­in­um á morg­un.

Knut Are Sven­kerud, formaður stétt­ar­fé­lags fang­els­is­starfs­fólks í Nor­egi, seg­ir að opn­ir dag­ar séu haldn­ir annað slagið í norsk­um fang­els­um. „Þar sem það er hægt er það full­kom­lega eðli­legt að aðstand­end­ur eigi þess kost að sjá hvernig vinnustaður pabba, mömmu eða mak­ans lít­ur út. Refsi­vörslu­kerfið er ákaf­lega lokað kerfi og megnið af upp­lýs­ing­un­um um hvað ger­ist inn­an þess kem­ur frá fjöl­miðlum þar sem mest er greint frá of­beldi og hót­un­um,“ sagði Sven­kerud í sam­tali við VG í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert