Hægristjórnin heldur velli

Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kýs í dag.
Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs, kýs í dag. AFP

Fari norsku þing­kosn­ing­arn­ar í sam­ræmi við út­göngu­spá sem birt var þegar kjör­stöðum var lokað klukk­an sjö að ís­lensk­um tíma munu borg­ara­flokk­arn­ir halda meiri­hluta sín­um á Stórþing­inu og fái 89 þing­sæti af 169. Aðrir flokk­ar fá sam­an­lagt 80 sæti.

Verði þetta niðurstaðan verður Erna Sol­berg, leiðtogi Hægri­flokks­ins, vænt­an­lega áfram for­sæt­is­ráðherra Nor­egs eins og hún hef­ur verið und­an­far­in fjög­ur ár. Rík­is­stjórn henn­ar hef­ur verið minni­hluta­stjórn Hægri­flokks­ins og Fram­fara­flokks­ins sem var­in hef­ur verið falli af Frjáls­lynda flokkn­um (Ven­stre) og Kristi­lega þjóðarflokkn­um.

Verka­manna­flokk­ur­inn mæl­ist sem fyrr með mest fylgi eða 27,3% og fær sam­kvæmt því 51 þing­sæti. Hægri­flokk­ur­inn kem­ur næst­ur með 26,2% og 49 þing­menn. Fram­fara­flokk­ur­inn mæl­ist með 15,7% og 29 þing­sæti. Miðflokk­ur­inn fær 9,4% sam­kvæmt út­göngu­spánni og 17 þing­menn og Sósíal­íski vinstri­flokk­ur­inn 5,7% og 11 þing­sæti.

Kristi­legi þjóðarflokk­ur­inn fær 4% og þrjú þing­sæti verði niðurstaðan í sam­ræmi við út­göngu­spána. Frjáls­lyndi flokk­ur­inn (Ven­stre) mæl­ist með 4% og 7 þing­sæti. Um­hverf­is­flokk­ur­inn er með 3,3% og einn mann inni og rót­tæki vinstri­flokk­ur­inn Rødt er einnig með mann inni og 2,6% en sá síðartaldi hef­ur eng­an þing­mann í dag.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert