Maður handtekinn í tengslum við hryðjuverkin í London

18 ára gamall maður er nú í haldi lögreglu í …
18 ára gamall maður er nú í haldi lögreglu í tengslum við hryðjuverkaárásina í London í gær. AFP

Lögreglan í Kent hefur handtekið 18 ára mann í tengslum við hryðjuverkaárásina í London í gær. Maðurinn var handtekinn á hafnarsvæði borgarinnar Dover í morgun. Hann er nú í haldi á lögreglustöð á svæðinu. Þetta kemur fram á vef BBC.

Neil Basu aðstoðarlögreglustjóri segir handtökuna „þýðingarmikla“ en viðbúnaður vegna yfirvofandi hryðjuverka er áfram á háu stigi. Basu segist ekki muni gefa frekari upplýsingar um hinn handtekna að svo stöddu sökum rannsóknarhagsmuna. 

Að minnsta kosti 30 slösuðust þegar sprengja sprakk í lestarvagni við Parsons-Green-lestarstöðina í vesturhluta London í gær. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert