Ono í hart við límonaðiframleiðanda

Drykkurinn mun í framtíðinni bera heitið On Lemon.
Drykkurinn mun í framtíðinni bera heitið On Lemon. Ljósmynd/John Lemon

Pólskt drykkja­fyr­ir­tæki hef­ur samþykkt að breyta nafn­inu á lím­onaðidrykk sín­um í On Lemon eft­ir að Yoko Ono, ekkja bít­ils­ins John Lennon, hótaði fé­lag­inu mál­sókn. Hinn kol­sýrði svala­drykk­ur sem um ræðir hef­ur hingað til borið heitið John Lemon.

Fyr­ir­tækið pólska var stofnað fyr­ir fimm árum. Eft­ir bréf­send­ing­ar frá lög­mannateymi Ono til móður­fyr­ir­tæk­is­ins og dreif­ing­araðila í Evr­ópu hef­ur fé­lagið, sem fyrr seg­ir, samþykkt að breyta nafni lím­onaðidrykkj­ar­ins og skuld­bundið sig til að selja lag­er sinn af John Lemon fyr­ir októ­ber­lok.

Tals­menn fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­is­ins, sem sel­ur drykki til öl­stofa og veit­ingastaða í Bretlandi og 13 öðrum Evr­ópu­lönd­um, vill ekki meina að það hafi not­ast við ímynd Lennon til að auka sölu sína.

Hef­ur Guar­di­an eft­ir Karol Chamera, stofn­andi Mr Lemona­de Alternati­ve Drinks, dreif­ing­araðila drykkj­ar­ins í Bretlandi, að all­ir sem komi að mál­inu séu sprota­fyr­ir­tæki sem hafi eng­in úrræði til að kljást við auðkýf­ing á borð við Ono.

Sam­kvæmt kvört­un lög­manna ekkj­unn­ar braut drykkjar­heitið gegn höf­und­ar­rétti Lennon og erf­ingja hans. Segja þeir skaðann nema 630 þúsund krón­um á dag og 63 þúsund krón­um fyr­ir hvern seld­ann drykk.

Þá sak­ar Jor­is Van Man­en hjá hol­lensku lög­mannstof­unni Hoyng Rokh Mo­negier fyr­ir­tækið pólska um að „mis­nota“ arf­leifð tón­list­ar­manns­ins til að selja svala­drykk­inn.

Ítar­lega frétt um málið má finna hjá Guar­di­an.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert