Muhammad vinsælla en William

Nöfn úr Star Wars og vinsælum sjónvarpsþáttum njóta einnig vinsælda.
Nöfn úr Star Wars og vinsælum sjónvarpsþáttum njóta einnig vinsælda. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Nafnið Muhammad hefur tekið við af nafninu William á topp tíu lista vinsælust drengjanafna í Englandi og Wales. Undanfarinn áratug hefur nafnið risið um 35 sæti á vinsældarlistanum og situr nú í áttunda sæti en í fyrra var 3.908 drengjum gefið nafnið. Frá þessu er greint í frétt Independent.

Í talningunni eru bæði nöfnin Muhammad eða Muhammed talin saman en hið síðarnefnda er arabíska úgáfan og er mun vinsælla. Meðal stúlkna tók nafnið Olivia við af nafninu Amelia í efsta sæti. 

Tölfræðistofnun Englands (Office of National Statistics) heldur utan um listann en hann er talinn sýna fram á áhrif menningarlegra breytinga á nafngiftir. 

Star Wars-nöfn vinsæl

Jafnframt er greint frá því að vinsælustu nýju nöfnin á listanum komi úr Star Wars-myndunum en bæði Finn og Ezra, sem eru karakterar í nýjustu myndunum, hafa klifið upp vinsældalistann. Þá hafa nöfn úr vinsælum sjónvarpsþáttum einnig notið vinsælda, til að mynda nafnið Aria eða Arya og Luna úr Game of Thrones. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert