Pútín óttast að gervigreind éti okkur

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ásamt Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra landsins. AFP

Vladimir Pútín hefur látið í ljós ótta sinn gagnvart gervigreind með því að óska eftir því að eitt stærsta tæknifyrirtæki landsins kanni hversu langt sé í það að snjallvélmenni éti okkur. Daily Mail greinir frá.

Forsetinn er sagður hafa talað við Arkady Volozh, yfirmann hjá tæknifyrirtækinu Yandex, þegar hann var í heimsókn í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Moskvu. Arkady Volozh mun hafa verið að ræða möguleika gervigreindar, þegar Pútín kom á óvart og spurði að því hvenær tækni muni éta okkur. 

Samkvæmt rússneska fjölmiðlinum RT kom spurningin Akady Volozh mikið á óvart en hann sagðist vona að það myndi aldrei gerast. Eftir stutta stund útskýrði hann að ákveðnar vélar séu mun betri en mannfólk á tilteknum sviðum, þannig væru gröfur til að mynda mun betri að grafa en menn með skóflur en gröfur éta ekki fólk. Pútín gaf aftur á móti lítið fyrir svarið og sagði að gröfur hugsi ekki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert