Jörð skelfur í N-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu. AFP

Jarðskjálftamiðstöð Kína greindi frá því fyr­ir skömmu að jarðskjálfti sem mæld­ist 3,4 stig hafi riðið yfir í Norður-Kór­eu. Talið er að upp­tök­in skjálft­ans séu af manna völd­um.

Upp­tök skjálft­ans eru á svipuðum slóðum og skjálft­inn 3. sept­em­ber sem reynd­ist vera kjarn­orku­vopna­tilraun stjórn­valda í Norður-Kór­eu.

Bætt við kl. 10:54

Stjórn­völd í Suður-Kór­eu telja skjálft­ann eiga sér nátt­úru­leg­ar skýr­ing­ar, það er ekki af völd­um stjórn­valda.

Bætt við klukk­an 11:32

Jarðskjálftamiðstöð Banda­ríkj­anna (United States Geological Sur­vey, USGS) seg­ir að jarðskjálft­inn hafi verið 3,5 stig og upp­tök hans séu í 20 km fjar­lægð frá helstu kjarn­orku­tilrauna­stöð Norður-Kór­eu en þaðan var sjöttu og stærstu eld­flaug­inni skotið á loft ný­verið. Ekki sé hægt að full­yrða að svo stöddu um hvort skjálft­inn eigi sér eðli­leg­ar or­sak­ir eða af manna völd­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert