Jörð skelfur í N-Kóreu

Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi N-Kóreu. AFP

Jarðskjálftamiðstöð Kína greindi frá því fyrir skömmu að jarðskjálfti sem mældist 3,4 stig hafi riðið yfir í Norður-Kóreu. Talið er að upptökin skjálftans séu af manna völdum.

Upptök skjálftans eru á svipuðum slóðum og skjálftinn 3. september sem reyndist vera kjarnorkuvopnatilraun stjórnvalda í Norður-Kóreu.

Bætt við kl. 10:54

Stjórnvöld í Suður-Kóreu telja skjálftann eiga sér náttúrulegar skýringar, það er ekki af völdum stjórnvalda.

Bætt við klukkan 11:32

Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna (United States Geological Survey, USGS) segir að jarðskjálftinn hafi verið 3,5 stig og upptök hans séu í 20 km fjarlægð frá helstu kjarnorkutilraunastöð Norður-Kóreu en þaðan var sjöttu og stærstu eldflauginni skotið á loft nýverið. Ekki sé hægt að fullyrða að svo stöddu um hvort skjálftinn eigi sér eðlilegar orsakir eða af manna völdum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert