N-Kórea sakar Bandaríkin um að lýsa yfir stríði

Ri Yong-ho utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir Norður-Kóreu áskilja sér þann rétt …
Ri Yong-ho utanríkisráðherra Norður-Kóreu segir Norður-Kóreu áskilja sér þann rétt að skjóta niður bandarískar herflaugar. AFP

Ri Yong-ho, ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu, sakaði í dag Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að lýsa yfir stríði á hend­ur Norður-Kór­eu.

Sagði Ri við frétta­menn í New York að Norður-Kórea áskildi sér rétt­inn að skjóta niður banda­rísk­ar sprengjuflug­vél­ar.

„Þetta á við, jafn­vel þó að þær séu ekki inn­an loft­helgi Norður-Kór­eu,“ hef­ur BBC eft­ir Ri. Heim­ur­inn ætti að muna vel að það voru Banda­rík­in sem lýstu fyrst yfir stríði.

Spenna milli ráðamanna í Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­anna hef­ur farið stig­vax­andi und­an­farið og þeir Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, hafa ekki sparað stóru orðin í garð hvors ann­ars.

Þrátt fyr­ir aukna spenn hafa sér­fræðing­ar sagt litla hættu á bein­um átök­um milli ríkj­anna

Eft­ir að Ri ávarpaði alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna á laug­ar­dag sendi Trump frá sér skila­boð á Twitter þar sem han sagði þá Ri og Kim ekki verða mikið leng­ur á meðal vor haldi þeir upp­tekn­um hætti.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert