Ri Yong-ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sakaði í dag Donald Trump Bandaríkjaforseta um að lýsa yfir stríði á hendur Norður-Kóreu.
Sagði Ri við fréttamenn í New York að Norður-Kórea áskildi sér réttinn að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar.
„Þetta á við, jafnvel þó að þær séu ekki innan lofthelgi Norður-Kóreu,“ hefur BBC eftir Ri. Heimurinn ætti að muna vel að það voru Bandaríkin sem lýstu fyrst yfir stríði.
Spenna milli ráðamanna í Norður-Kóreu og Bandaríkjanna hefur farið stigvaxandi undanfarið og þeir Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa ekki sparað stóru orðin í garð hvors annars.
Þrátt fyrir aukna spenn hafa sérfræðingar sagt litla hættu á beinum átökum milli ríkjanna
Eftir að Ri ávarpaði allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna á laugardag sendi Trump frá sér skilaboð á Twitter þar sem han sagði þá Ri og Kim ekki verða mikið lengur á meðal vor haldi þeir uppteknum hætti.
Just heard Foreign Minister of North Korea speak at U.N. If he echoes thoughts of Little Rocket Man, they won't be around much longer!
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 24, 2017