Ásökun um stríðsyfirlýsingu „fráleit“

Sarah Huckabee Sanders.
Sarah Huckabee Sanders. AFP

Fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins hafn­ar því al­farið að Banda­rík­in hafi lýst yfir stríði gegn Norður-Kór­eu og seg­ir ásök­un þess efn­is frá­leita.

Ri Yong-ho, ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu, sakaði í dag Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að lýsa yfir stríði á hend­ur Norður-Kór­eu. Hann bætti því við að Norður-Kórea áskildi sér rétt til að skjóta niður banda­rísk­ar sprengjuflug­vél­ar.

„Við höf­um ekki lýst yfir stríði gegn Norður-Kór­eu og slík­ar hug­mynd­ir eru fá­rán­leg­ar,“ sagði Sarah Hucka­bee Sand­ers, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins, nú fyr­ir stundu.

Spenna milli ráðamanna í Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­unum hef­ur farið stig­vax­andi und­an­farið og þeir Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, ekki sparað stóru orðin hvor í ann­ars garð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka