Ásökun um stríðsyfirlýsingu „fráleit“

Sarah Huckabee Sanders.
Sarah Huckabee Sanders. AFP

Fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins hafnar því alfarið að Bandaríkin hafi lýst yfir stríði gegn Norður-Kóreu og segir ásökun þess efnis fráleita.

Ri Yong-ho, ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu, sakaði í dag Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta um að lýsa yfir stríði á hend­ur Norður-Kór­eu. Hann bætti því við að Norður-Kórea áskildi sér rétt til að skjóta niður banda­rísk­ar sprengjuflug­vél­ar.

„Við höfum ekki lýst yfir stríði gegn Norður-Kóreu og slíkar hugmyndir eru fáránlegar,“ sagði Sarah Huckabee Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, nú fyrir stundu.

Spenna milli ráðamanna í Norður-Kór­eu og Banda­ríkj­unum hef­ur farið stig­vax­andi und­an­farið og þeir Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kór­eu, ekki sparað stóru orðin hvor í annars garð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert