Kjöraðstæður fyrir hættulegan misskilning

Donald Trump hatar ekki að tjá sig á Twitter.
Donald Trump hatar ekki að tjá sig á Twitter. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, gæti verið kom­inn á hættu­lega braut með ít­rekuðum færsl­um sín­um á Twitter, sér­stak­lega nýrri færslu sem stjórn­völd í Norður-Kór­eu segj­ast túlka sem stríðsyf­ir­lýs­ingu. Þetta er mat póli­tískra álits­gjafa AFP-frétta­stof­unn­ar.

Í Twitter-færsl­unni sem um ræðir sagði for­set­inn að ef Ri Yong-Ho, ut­an­rík­is­ráðherra Norður-Kór­eu, héldi áfram að berg­mála hugs­an­ir Kim Jong-Un, þá yrðu þeir ekki mikið leng­ur á meðal vor. Færsl­una birti hann skömmu eft­ir að Ri ávarpaði alls­herj­arþing Sam­einuðu þjóðanna á laug­ar­dag.

Álits­gjaf­arn­ir vilja meina að með þess­ari hegðun sinni hafi Trump ýtt harka­lega við stjórn­völd­um rík­is sem lengi hafi verið á ystu nöf, en séu nú al­var­lega far­in að íhuga mögu­leik­ann á al­vöru átök­um. Dá­læti for­set­ans á Twitter og lausmælgi hans á þeim vett­vangi geti skapað kjöraðstæður fyr­ir hættu­leg­an mis­skiln­ing, sér­stak­lega þegar per­sónu­leg­ar deil­ur hans við Kim Jong-Un virðast vera að stig­magn­ast í gegn­um sam­skipta­for­ritið.

Fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins hef­ur reynd­ar al­farið hafnað því að Banda­rík­in hafi lýst yfir stríði gegn Norður-Kór­eu og seg­ir ásak­an­ir þess efn­is frá­leit­ar. Skaðinn gæti engu að síður verið skeður að mati álits­gjafa, enda taki stjórn­völd í Norður-Kór­eu mjög al­var­lega hverskyns um­mæli sem gætu tal­ist hót­an­ir í garð leiðtoga rík­is­ins.

„Ef við för­um í stríð þá verður það út af mis­skiln­ingi eða mistúlk­un,“ sagði Robert Kelly, pró­fess­or í stjórn­mála­fræði við Pus­an rík­is­háskól­ann. „Það er í raun og veru eng­in ástæða til átaka.“

Spenn­an held­ur hins veg­ar áfram að magn­ast. Stjórn­völd í Norður-Kór­eu segj­ast vera kom­in lang­leiðina með því að full­komna kjarn­orku- og eld­flauga­áætl­un sína, en síðustu tveim­ur eld­flauga­skot­um hef­ur verið skotið yfir Jap­an sem líst ekki orðið á blik­una.

Kjarn­orku­tilraun­ir Norður-Kór­eu hafa orðið til þess að kín­versk­ir fræðimenn eru op­in­ber­lega farn­ir að kalla eft­ir end­ur­skoðun á stuðningi yf­ir­valda í Beij­ing við stjórn­völd í Pyongyang, höfuðborg­ar Norður-Kór­eu. En stjórn­völd í höfuðborg­inni hafa ít­rekað virt að vett­ugi all­ar til­raun­ir Kín­verja til að leysa deil­una með sam­tali, að kem­ur fram í grein Jia Qingguo, pró­fess­ors við Há­skól­ann í Pek­ing. Grein­in hans lauk á þess­um orðum: „Það er tími til kom­inn að bú­ast við hinu versta í Norður-Kór­eu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert