465 særðir eftir átök í Katalóníu

Lögreglan á Spáni hefur verið gagnrýnd fyrir að beita miklu …
Lögreglan á Spáni hefur verið gagnrýnd fyrir að beita miklu ofbeldi til að reyna að stöðva kosningar um sjálfstæði Katalóníu í dag. AFP

Að minnsta kosti 465 hafa særst í átökum í Katalóníu á Spáni í dag þegar fólk hefur reynt að kjósa um sjálfstæði héraðsins. Lögreglumenn frá ríkislögreglunni (CNP) og herlögreglunni (Guardia Civil) hafa gengið hart fram gegn íbúum sem hafa ætlað að kjósa og notað kylfur og gúmmí byssukúlur á mannfjöldann. Þá eru dæmi um að herlögreglumönnum hafi lent saman við héraðslögreglumenn í Katalóníu (Mossos). Búið er að loka um 350 kjörstöðum af 2.000 sem komið hafði verið upp.

Ríkisstjórn Spánar hefur lagst hart gegn því að kosningin fari fram og hefur bæjarstjórum og embættismönnum þar sem kosningar fara fram verið hótað að missa embætti láti þeir ekki loka kjörstöðum.

CNP hefur lokað 46 kjörstöðum í dag. Herlögreglan hefur einnig lokað 46 kjörstöðum og héraðslögreglan hefur lokað 244 kjörstöðum.

Ástandið í héraðinu er mjög eldfimt, en á myndskeiðum sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum má sjá lögreglumenn ganga hart fram gegn kjósendum sem hafa brugðist við með því að rétta upp hendur þegar lögreglan nálgast mannfjöldann.









mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert