Skutu gúmmíkúlum að kjósendum

Fjöldi fólks myndaði spænsku lögregluna þar sem hún réðst gegn …
Fjöldi fólks myndaði spænsku lögregluna þar sem hún réðst gegn kjósendum í morgun. AFP

Spænska lögregla skaut gúmmíkúlum að kjósendum í grennd við kjörstaði í Barcelona í morgun. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö en kjósa á um hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði frá Spáni.

Almennur borgari sýndi fréttamanni AFP-fréttastofunnar gúmmíkúlu sem hann tók upp af jörðinni eftir að lögregla réðst að hundruðum kjósenda. 

Annar sýndi meiðsli á fæti sem hann hlaut eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Í það minnsta 38 slösuðust í aðgerðum lögreglu í morgun.

Stjórn­laga­dóm­stóll Spán­ar hef­ur dæmt kosn­ing­una ólög­lega og stjórn­völd í Madrid hafa heitið því að koma í veg fyr­ir kosn­ing­una.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert