Spænska lögregla skaut gúmmíkúlum að kjósendum í grennd við kjörstaði í Barcelona í morgun. Kjörstaðir voru opnaðir klukkan sjö en kjósa á um hvort Katalónía lýsi yfir sjálfstæði frá Spáni.
Almennur borgari sýndi fréttamanni AFP-fréttastofunnar gúmmíkúlu sem hann tók upp af jörðinni eftir að lögregla réðst að hundruðum kjósenda.
Annar sýndi meiðsli á fæti sem hann hlaut eftir að hafa verið skotinn í fótinn. Í það minnsta 38 slösuðust í aðgerðum lögreglu í morgun.
Stjórnlagadómstóll Spánar hefur dæmt kosninguna ólöglega og stjórnvöld í Madrid hafa heitið því að koma í veg fyrir kosninguna.
VIDEO: Spanish police fire rubber bullets at #CatalanReferendum voters - @XabiBarrena pic.twitter.com/TdpoWR4HqA
— Conflict News (@Conflicts) October 1, 2017