Árásarmaðurinn er afi á sjötugsaldri

00:00
00:00

Stephen Paddock, afi á sjö­tugs­aldri, skaut yfir fimm­tíu manns til bana og særði yfir 200 í Las Vegas. Ekk­ert hef­ur komið fram sem teng­ir hann við hryðju­verka­sam­tök en átta riffl­ar fund­ust í her­bergi hans á hót­el­inu þar sem hann framdi fjölda­morðin - hryðju­verkið. Alls leituðu yfir 400 manns á sjúkra­hús í kjöl­far árás­ar­inn­ar.

Fjöl­miðlar víða um heim reyna að draga upp mynd af Stephen Paddock sem skráði sig á spjöld sög­unn­ar í nótt með ódæðis­verki sínu. Skotárás sem er sú mann­skæðasta í Banda­ríkj­un­um hingað til.

Stephen Paddock ásamt Marilou Danley,
Stephen Paddock ásamt Mari­lou Danley, Skjá­skot af Twitter

Paddock var 64 ára gam­all og frá Nevada. Hann var skot­inn til bana af sér­sveit­ar­mönn­um í her­bergi sínu á 32. hæð Mandalay Bay hót­els­ins og spila­vít­is­ins. 

Sam­kvæmt Tel­egraph bjó Paddock í þorpi fyr­ir líf­eyr­isþega í Mesquite, Nevada, frá því í júní í fyrra. Hann er fædd­ur 9. apríl 1953. Hann bjó áður í Reno, Nevada (2011-2016) og eins um tíma í Mel­bour­ne, Flórída og víðar í Nevada og Kali­forn­íu í gegn­um tíðina. 

Mesquite er í um það bil 130 km fjar­lægð frá Las Vegas og er við ríkja­mörk Arizona. Alls búa 17.400 í Maequite.

Lög­reglu­stjór­inn í Las Vegas seg­ir að allt bendi til þess að Paddock hafi verið einn að verki en sam­býl­is­kona hans, Mari­lou Danley, var með hon­um á hót­el­inu. Hún er í haldi lög­reglu en ekki tal­in tengj­ast árás­inni.

Ekki er vitað hvað Paddock gekk til þegar hann hóf skot­hríð á gesti á úti­tón­leik­um úr her­bergi sínu á 32. hæð hót­els­ins.

NBC seg­ir að Paddock hafi verið á saka­skrá en ekki hef­ur tek­ist að sann­reyna það. Lög­regl­an í Mesquite seg­ir í sam­tali við CBS News að hún hafi aldrei haft af­skipti af hon­um. Hann búi í hverfi eldri borg­ara og sé ekki fyrr­ver­andi hermaður.

Danley er 62 ára göm­ul og er frá Ástr­al­íu. Hún og Paddock hafa verið skráð með sama heim­il­is­fang í op­in­ber­um skrám frá því í janú­ar. Á Lin­ked­In lýs­ir hún sér sem sér­fræðing á sviði veðmála og spila­víta. Á Face­book seg­ist hún vera stolt móðir og amma sem líf­inu til fulls.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert