Skotárás í Las Vegas

Frá aðgerðum lögreglu í Las Vegas.
Frá aðgerðum lögreglu í Las Vegas. AFP

Lögreglan í Las Vegas hefur verið kölluð út vegna skotárásar í eða við spilavíti í Mandalay Bay. Að minnsta kosti tveir eru látnir og 24 hafa verið fluttir á sjúkrahús. Myndskeið hafa verið birt á samfélagsmiðlum af fólki að flýja af vettvangi og herma fréttir að margir hafi særst. Lögreglan hefur lokað Las Vegast Blvd. og hvetur fólk til þess að halda sig fjarri.

Talskona háskólasjúkrahússins sem hefur tekið á móti særðum segir að enn sé verið að taka á móti særðu fólki og hafa starfsmenn sjúkrahússins verið kallaðir út á vakt vegna þessa.

 Fréttin verður uppfærð

AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka