Neitar að tala um árásina sem hryðjuverk

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að tala um skotárásina í …
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, neitar að tala um skotárásina í Las Vegas í gær sem hryðjuverk. AFP

Don­ald Trump, for­seti Banda­ríkj­anna, hef­ur lýst árás­ar­mann­in­um, sem skaut 59 manns til bana og særði 527 í Las Vegas á sunnu­dag, sem sjúk­um og geðveik­um manni. Trump neitaði hins veg­ar að tala um skotárás­ina sem hryðju­verk, þegar hann var innt­ur eft­ir því.

Trump sagði í ávarpi sínu í Hvíta hús­inu í gær að hann myndi fjalla um byssu­lög­gjöf „eft­ir því sem tím­an­um líður. “

Rann­sókn lög­reglu stend­ur enn yfir og ekki hef­ur tek­ist að greina hvað árás­ar­mann­in­um, hinum 64 ára Stephen Paddock, gekk til með árás­inni. BBC grein­ir frá því að ein­hverj­ir rann­sak­end­ur hafa gefið í skyn að Paddock hafi glímt við and­leg veik­indi en það hef­ur ekki verið staðfest.

Stephen Paddock skaut 59 manns til bana í Las Vegas …
Stephen Paddock skaut 59 manns til bana í Las Vegas í gær. Yfir 500 manns eru særðir. AFP

23 byss­ur fund­ust á hót­el­her­bergi hans á Mandalay Bay hót­el­inu þar sem hann lét til skar­ar skríða. Fleiri skot­vopn og sprengi­efni fund­ust á heim­ili Paddock í bæn­um Mesquite í Nevada-ríki, sem er í 130 km fjar­lægð frá Las Vegas.

Trump ræddi við fjöl­miðla áður en hann lagði af stað til Pu­erto Rico með for­setaþyrlunni þar sem hann mun kynna sér aðstæður og skemmd­ir sem felli­byl­ur­inn María olli fyr­ir hálf­um mánuði. Trump lýsti Paddock eins og hann sér hann fyr­ir sér. „Þetta er veik­ur maður, geðveik­ur maður. Hon­um fylgja mörg vanda­mál, býst ég við, og við erum að skoða hann mjög, mjög al­var­lega.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert