Spánarkóngur fordæmdi sjálfstæðisbaráttuna

Filippus Spánarkonungur fordæmdi sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa í sjónvarpsræðu sinni í kvöld. Hann sagði að hegðun þeirra sem hefðu staðið að sjálfstæðisbaráttunni hefði verið „utan laganna“ og að ástandið væri „ákaflega alvarlegt“ og kallaði jafnframt eftir einingu þjóðarinnar. BBC greinir frá. 

Filippus sagði stjórnina í Katalóníu hafa sýnt af sér óábyrga hegðun. Þessi hegðun gæti stefnt í hættu efnahagslegum og félagslegum stöðugleika í héraðinu og á Spáni.

Allsherjar verkfall var í Katalóníu í dag þar sem mörg hundruð þúsund manns mótmæltu harðræði spænsku lögreglunnar þegar þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram á sunnudaginn. Tæplega 900 manns særðust í þeim átökum.  

Filippus Spánarkonungur fordæmdi sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa.
Filippus Spánarkonungur fordæmdi sjálfstæðisbaráttu Katalóníubúa. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert