Mótmæla sjálfstæði Katalóníu

Frá mótmælunum í morgun.
Frá mótmælunum í morgun. AFP

Fjöldi fólks safnaðist saman í Barcelona í morgun umvafið spænska fánum til að mótmæla áætlunum aðskilnaðarsinna sem talið er að muni lýsa yfir sjálfstæði Katalóníu eftir helgi.

Katalónar sem kalla sig „þögula meirihlutann“ og eru mótfallir aðskilnaði við Spán eru því farnir að láta meira í sér heyra.

Hundruð manna flykktust á torgið Urquinaona í Barcelona með spænska fána og sungu „Viva Espania“. Mótmælin voru skipulögð af Societat Civil Catalana sem eru helstu samtökin sem eru mótfallin sjálfstæði héraðsins.

„Kannski höfum við verið þögul í of langan tíma sagði Alejandro Marcos, 44 ára, við AFP-fréttastofuna.

AFP

„Það virðist vera þannig að sá sem öskrar mest vinnur rifrildið. Þannig að við verðum að láta í okkur heyra og segja hátt og snjallt að við viljum ekki sjálfstæði.“

Nýlegar skoðanakannanir hafa sýnt að Katalónar skiptast í tvo hópa varðandi sjálfstæði. Leiðtogar aðskilnaðarsinna segja að ofbeldi lögreglunnar við atkvæðagreiðsluna fyrir viku síðan hafi snúið mörgum gegn stuðningi við spænsk stjórnvöld.

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert