Svartur blettur á myndinni

00:00
00:00

Norður-Kórea hef­ur náð undra­verðum ár­angri í fram­leiðslu á vopn­um í valdatíð Kim Jong-Un en á sama tíma sit­ur þjóðin eft­ir í skugg­an­um - bók­staf­legri merk­ingu.

Í túr­bínu­sal núm­er 5 í Wons­an vatns­orku­ver­inu er vegg­spjald að finna þar sem á stend­ur: „Efnuð og öfl­ug þjóð“ en þegar kem­ur að raf­magni verður fátt um efnd­ir.

Ef gervi­hnatta­mynd­ir eru skoðaðar er allt svart þegar horft er yfir þenn­an heims­hluta á meðan lönd­in Kína og Suður-Kórea eru böðuð ljósi. Nú tæp­um 70 árum eft­ir stofn­un Lýðræðis­lega Alþýðulýðveld­is­ins Kórea búa lands­menn enn við raf­magns­skort líkt og gervi­hnatta­mynd­ir sýna svo glögg­lega.

Pyongyang er óvenju­lega dimm af höfuðborg að vera og oft sést varla ljó­stýra á heim­il­um borg­ar­búa. Sólarraf­hlöður er að finna á fjöl­mörg­um svöl­um og nem­end­ur safn­ast sam­an und­ir ljósastaur­um til þess að lesa náms­bæk­urn­ar.

En þetta hef­ur ekki alltaf verið svona. Þegar landið var ný­lenda Jap­an var gríðarleg iðnfram­leiðsla í N-Kór­eu á meðan jarðrækt var í suður­hluta lands­ins. 

Þar sem Norður-Kórea er eitt lokaðasta land heims er fátt vitað um hagi fólks. Íbú­arn­ir eru um 24,5 millj­ón­ir tals­ins og á und­an­förn­um tveim­ur ára­tug­um er talið að um tvær millj­ón­ir hafi dáið úr hungri í land­inu sem varð til í um­róti kalda stríðsins í kjöl­far seinni heimstyrj­ald­ar­inn­ar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert