Gull og silfur í skólpinu

Mikið er af gulli og silfri í skólpinu í Sviss, …
Mikið er af gulli og silfri í skólpinu í Sviss, en ástæðan mun ekki vera sú að þeir sturti niður hringum og skarti. Árni Sæberg

Rannókn hefur leitt í ljós að árlega er 3.000 kílóum af silfri og 43 kílóum af gulli skolað niður í holræsi Sviss. Samkvæmt greiningu svissnesku rannsóknarstofnunarinnar EWAG er andvirði góðmálmanna í skólpinu þrjár milljónir svissneskra franka eða 325 milljónir króna. Í sumum skólphreinsistöðvum landsins er magnið slíkt að það gæti borgað sig að vinna það.

Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að Svisslendingar sturti óvart niður skartgripum á borð við hringa og keðjur í gríð og erg. Í frétt á vef Der Spiegel kemur fram að um sé að ræða afganga úr iðnaði. Silfrið komi úr framleiðslu í efna-, hátækni- og lyfjaiðnaði, sem er umfangsmikill í Sviss. 

Í kantónunni Tessin er mikið hreinsað af gulli og í sumum skólphreinsistöðvum þar er magnið það mikið að ábati gæti fylgt vinnslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert