Ísrael fylgir Bandaríkjunum úr UNESCO

Donald Trump og Benjamin Netanyahu
Donald Trump og Benjamin Netanyahu AFP

Ísrael hefur lýst því yfir að þeir muni fylgja fordæmi Bandaríkjanna og segja sig úr UNESCO, menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, og tekur undir ásakanir Bandaríkjanna um að stofn­un­inin hneigist gegn Ísraelsríki. BBC greinir frá.

Frétt mbl.is: Banda­rík­in segja sig úr UNESCO

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur lýst því yfir að ákvörðun Bandaríkjanna sé hugrökk og siðferðileg. 

UNESCO heldur meðal annars utan um heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna en forstöðumaður stofnunarinnar, Irina Bokova hefur sagt að mikil eftirsjá verði af Bandaríkjunum hjá stofnuninni og viðurkenndi að stjórnmálavæðing hafi tekið sinn toll hjá stofnuninni undanfarin ár. 

Í sumar voru Ísraelar æfir yfir ákvörðun UNESCO um að setja borgna Hebron á Vesturbakkanum á heimsminjaskrá UNESCO og sagði talsmaður utanríkisþjónustu Ísraels ákvörðunina vera siðferðislegt lýti á Sameinuðu þjónunum. Á Hebron búa 200 þúsund Palestínumenn og nokkur hundruð ísraelskir landnemar en þeir búa í svokölluðum landnemabyggðum sem eru ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum.

Frétt mbl.is: Ísra­el­ar æfir yfir ákvörðun UNESCO

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert