Ísrael fylgir Bandaríkjunum úr UNESCO

Donald Trump og Benjamin Netanyahu
Donald Trump og Benjamin Netanyahu AFP

Ísra­el hef­ur lýst því yfir að þeir muni fylgja for­dæmi Banda­ríkj­anna og segja sig úr UNESCO, menn­ing­ar­mála­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna, og tek­ur und­ir ásak­an­ir Banda­ríkj­anna um að stofn­un­inin hneig­ist gegn Ísra­els­ríki. BBC grein­ir frá.

Frétt mbl.is: Banda­rík­in segja sig úr UNESCO

Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­el, hef­ur lýst því yfir að ákvörðun Banda­ríkj­anna sé hug­rökk og siðferðileg. 

UNESCO held­ur meðal ann­ars utan um heims­minja­skrá Sam­einuðu þjóðanna en for­stöðumaður stofn­un­ar­inn­ar, Ir­ina Bo­kova hef­ur sagt að mik­il eft­ir­sjá verði af Banda­ríkj­un­um hjá stofn­un­inni og viður­kenndi að stjórn­mála­væðing hafi tekið sinn toll hjá stofn­un­inni und­an­far­in ár. 

Í sum­ar voru Ísra­el­ar æfir yfir ákvörðun UNESCO um að setja borgna Hebron á Vest­ur­bakk­an­um á heims­minja­skrá UNESCO og sagði talsmaður ut­an­rík­isþjón­ustu Ísra­els ákvörðun­ina vera siðferðis­legt lýti á Sam­einuðu þjón­un­um. Á Hebron búa 200 þúsund Palestínu­menn og nokk­ur hundruð ísra­elsk­ir land­nem­ar en þeir búa í svo­kölluðum land­nem­a­byggðum sem eru ólög­leg­ar sam­kvæmt alþjóðalög­um.

Frétt mbl.is: Ísra­el­ar æfir yfir ákvörðun UNESCO

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert