Rithöfundurinn Margaret Atwood segir að Bandaríkin á tímum Donald Trump minni hana helst á fjórða áratug síðustu aldar. Hún varaði við því að heimurinn væri á barmi breytinga og upplausnar.
„Ég held að tími ringulreiðar sé runninn upp alls staðar, sagði Atwood þegar hún ávarpaði gesti á bókahátíðinni í Frankfurt. Atwood, sem er kanadísk er 77 ára að aldri en meðal þekktra bóka hennar er The Handmaids Tale.
„Þetta minnir á fjórða áratuginn,“ sagði Atwood á blaðamannafundi fyrr í dag og vísaði þar til aukinna vinsælda popúlisma og fasisma sem hrintu af stað atburðarrás sem endaði með seinni heimstyrjöldinni.
„Og það sem kemur mörgum íbúum í Evrópu á óvart er að þetta sé einnig að gerast í Bandaríkjunum sem hafa lengi verið álitin kyndilberi lýðræðis,“ segir Atwood.
Bók George Orwell 1984 og The Handmaid's Tale frá árinu 1985, fjalla tímabil alræðisstjórnar þar sem frjóar konur eru kynlífsþrælar. Í dag þykja bækurnar ekki fjarri lagi þar sem tímarnir hafa breyst.
„Allt í einu upplifir fólk það sem þetta sé mögulega raunveruleikinn sem blasir við þeim,“ segir Atwood.