Herða aðgerðir gagnvart glæpamönnum

Emmanuel Macron, forseti Frakklands.
Emmanuel Macron, forseti Frakklands. AFP

Forseti Frakklands, Emmanuel Macron, segir að allir óskráðir útlendingar sem fremji glæp í Frakklandi verði vísað úr landi. „Við munum grípa til harkalegra aðgerða og gera það sem gera þarf,“ sagði Macron í dag.

Tvær vikur eru síðan maður frá Túnis stakk tvær konur til bana á brautarstöð í Marseille. Árásarmaðurinn, Ahmed Hanachi, hafði verið handtekinn fyrir búðarþjófnað tveimur dögum fyrr í borginni Lyon.

Fíkill ekki hryðjuverkamaður

Honum var sleppt daginn eftir sem miðlæg rannsóknardeild lögreglunnar segir að um alvarleg mistök hafi verið að ræða. Hanachi, sem var 29 ára gamall, var án heimildar í landinu. Lögreglan skaut hann til bana á brautarstöðinni í Marseille. 

Vígasamtökin Ríki íslams lýstu í kjölfarið ábyrgð á árásinni en engin tengsl hafa fundist milli Hanachi og samtakanna né annarra vígasamtaka. Hann hafði hins vegar ítrekað komist í kasti við lögregluna vegna fíkniefnaneyslu og ofneyslu áfengis. Hann hafði oft verið handtekinn fyrir smáglæpi og gekk undir sjö nöfnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert