Hafa náð tökum á skógareldunum

Slökkviliðsmenn skoða hús sem varð skógareldunum að bráð.
Slökkviliðsmenn skoða hús sem varð skógareldunum að bráð. AFP

Rigning og hægari vindur hefur gert slökkvistarf auðveldara í Portúgal og á Spáni en þar hafa mannskæðir skógareldar geisað í síðustu daga. Alls hefur 41 látist í skógareldunum þar af 37 á Portúgal og fjórir á Spáni. 

15 skógareldar breiddust út í norðurhluta og í miðri Portúgal en slökkviliðsmenn hafa náð tökum á þeim, að sögn almannavarna.   

Þriggja daga þjóðarsorg hefur ríkt í Portúgal. 71 manns hefur slasast þar af 16 alvarlega í skógareldunum. Eins manns er enn saknað. Á meðal látinna er mánaðargamalt barn.  

„Flestir hinna látnu létust í bílum sínum en einnig fundust nokkrir heima hjá sér,“ sagði Jose Carlos Alexandrino, forstjóri Oliveira-sjúkrahússins nærri borginni Coimbra, í samtali við útvarpsstöðina RTP. 

Á Spáni lést einn til viðbótar í gær í skógareldunum. Það var 70 ára gamall maður sem bjó í borginni Vigo. 

Viðvörunarstigið hefur verið minnkað vegna rigninga og hægari vinds. 

Mikil eyðilegging blasir við.
Mikil eyðilegging blasir við. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert