Ekki rými fyrir aðkomu ESB

AFP

Donald Tusk, forseti Evrópuráðsins, segir að það sé ekki rými fyrir utanaðkomandi afskipti af hálfu ráðsins í Katalóníudeilunni. Hann lét þau orð falla á blaðamannafundi í Brussel í dag eftir spænsk stjórnvöld tilkynntu það í morgun að næstkomandi laugardag yrði hafin undirbúningsvinna við að flytja sjálfstjórnarvöld í Katalóníu til Madríd.

„Við höfum öll okkar tilfinningar, skoðanir og metum þetta á mismunandi hátt, en svo ég tali á formlegum nótum þá er ekkert rými fyrir aðkomu Evrópusambandsins í þessu máli.“

Car­les Puig­demont, for­seti Katalón­íu, seg­ist ekki hafa lýst yfir sjálf­stæði héraðsins frá Spáni en hann mun hugs­an­lega gera það ef spænsk stjórn­völd ákveða að af­nema sjálf­stæði Katalón­íu sem héraðs.

Að óbreyttu munu spænsk stjórn­völd á laug­ar­dag hefja und­ir­bún­ings­vinnu við að flytja sjálfs­stjórn­ar­völd Katalón­íu til Madríd, sam­kvæmt 155. grein spænsku stjórn­ar­skrár­inn­ar. Í grein­inni seg­ir m.a. ef yf­ir­völd í héraðinu upp­fylla ekki þær skyld­ur sem út­listaðar eru í stjórn­ar­skránni eða vinna gegn hags­mun­um Spán­ar, sé stjórn­völd­um lands­ins heim­ilt að grípa til allra mögu­legra aðgerða til að knýja þau til að upp­fylla téðar skyld­ur eða standa vörð um um­rædda hags­muni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert