Trump sendir fjölskyldu hermanns fé

Donald Trump Bandaríkjaforseti bauðst persónulega til að greiða fjölskyldunni 25.000 …
Donald Trump Bandaríkjaforseti bauðst persónulega til að greiða fjölskyldunni 25.000 dollara, en ekkert hefur enn bólað á ávísuninni. AFP

Hvíta húsið seg­ir Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta hafa sent ávís­un til fjöl­skyldu lát­ins her­manns eft­ir að fjöl­skyld­an greindi frá því að for­set­inn hefði ekki staðið við lof­orð sitt um að senda þeim ávís­un.

Hermaður­inn lést í Af­gan­ist­an og í sím­tali til fjöl­skyld­unn­ar í júní þá bauðst Trump til að senda þeim 25.000 doll­ara af sínu eig­in fé.

BBC seg­ir tals­menn Hvíta húss­ins hafa sagt „and­styggi­legt“ hvernig fjöl­miðlar hafi nýtt sér málið.

Deil­an kom fram í dags­ljósið eft­ir að Trump neitaði því að hafa sýnt ekkju her­manns til­lits­leysi, en greint var frá því í gær að Trump hefði sagt ekkju her­manns sem lést í Níg­er í fyrr í mánuðinum að hermaður­inn hefði vitað að þetta gæti gerst.

„Maður­inn sagði þetta“

Síðar sama dag greindi Washingt­on Post frá sím­tali sem Chris Baldridge, faðir lát­ins her­manns, hafði fengið frá for­set­an­um. Son­ur hans Dillon Baldridge lést í Af­gan­ist­an í sum­ar og sagði Baldridge að hann hefði í sam­tali sínu við for­set­ann lýst yfir óánægju sinni með greiðslur Banda­ríkja­hers til fjöl­skyldna þeirra her­manna sem lát­ast. Hon­um til mik­ill­ar undr­un­ar bauðst Trump til að senda hon­um ávís­un frá sér per­sónu­lega og að koma upp fjár­söfn­un á net­inu.

Fjöl­skyld­an sagði Washingt­on Post að ekk­ert bæri hins veg­ar enn á ávís­un­inni.

„Ég var orðlaus,“ sagði Baldridge. „Ég vildi að ég hefði tekið þetta upp, af því að maður­inn sagði þetta. Hann sagði: „Eng­inn ann­ar for­seti hef­ur gert neitt þessu líkt, en ég ætla að gera það“,“ rifjar Baldridge upp.

Lindsay Walters talsmaður Hvíta húss­ins sagði banda­rísk­um fjöl­miðlum nokkru eft­ir að frétt­in birt­ist að ávís­un­in hefði verið send. „Það er and­styggi­legt að fjöl­miðlar skuli taka eitt­hvað sem er gjaf­milt og ein­lægt, sem for­set­inn gerði per­sónu­lega, og nota það til að kynda und­ir hlut­læga stefnu fjöl­miðils­ins.“

Bera eng­an kala til Trump vegna tafar­inn­ar

Jessie Baldridge, stjúp­móðir her­manns­ins, sagði fjöl­miðlum að þau bæru eng­an kala til Trump vegna tafar­inn­ar. „Okk­ur fannst hann bara vera að segja eitt­hvað fal­legt,“ sagði hún við WTVD sjón­varps­stöðina í Norður Karólínu­ríki. „Við feng­um samúðarbréf en enga ávís­un og við grínuðumst bara með það“.

Emb­ætt­ismaður í Hvíta hús­inu sagði síðar um greiðsluna að hún væri búin að vera í vinnslu frá því að Trump ræddi við föður­inn. „Það er tals­vert ferli, sem get­ur falið í sér starf marga stofn­anna þegar for­set­inn á í sam­skipt­um við al­menn­ing, ekki hvað síst þegar hann greiðir af eigið fé,“ sagði hann.

Trump hefði ít­rekað fylgt því eft­ir hvort ávís­un­in hefði verið send og það hefði nú verið gert.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert