Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti það í dag að leynd yrði aflétt af leyniskjölum um morðið á John F. Kennedy, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, sem var skotinn til bana árið 1963. Skjölunum hefur verið haldið leyndum í 54 ár en verða nú gerð aðgengileg almenningi í fyrsta skipti.
Kennedy var myrtur 22. nóvember árið 1963 og hafa margar samsæriskenningar verið settar fram varðandi dauða hans, aðrar en opinbera skýringin, að hann hafi verið myrtur af Lee Harvey Oswald.
Afhjúpunar skjalanna hefur því verið beðið af mikilli eftirvæntingu, bæði af samsæriskenningasmiðum og sagnfræðingum, sem vilja fá að vita nákvæmlega hvað gerðist. Vegna aldurs skjalanna átti að létta af þeim leynd skjalanna næsta fimmtudag og virðist Trump hafa talið ástæðu til að taka fram að hann ætlaði ekki að koma í veg fyrir að svo verði gert.
Skjölin verða því, að öllu óbreyttu, gerð opinber í heild sinni næstkomandi fimmtudag.
Fréttin hefur verið uppfærð.