Vill afnema neitunarvald ríkjanna

Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. AFP

For­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, Jean-Clau­de Juncker, hyggst leggja fram til­lög­ur í maí á næsta ári þar sem meðal ann­ars verður gert ráð fyr­ir því að ekki þurfi leng­ur ein­róma samþykki ríkja sam­bands­ins þegar tekn­ar eru ákv­arðanir í ákveðnum mál­um sem í dag krefjast þess. Til að mynda þegar kem­ur að skatta­mál­um.

Þetta kem­ur fram í starfs­áætl­un fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir næsta ár en þró­un­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins hef­ur til þessa verið á þá leið að ein­róma samþykki ríkja sam­bands­ins, sem fel­ur í raun í sér neit­un­ar­vald þeirra, hef­ur verið af­numið í sí­fellt fleiri mál­um. Í stað þess hef­ur komið samþykki ein­falds meiri­hluta eða auk­ins meiri­hluta.

Með gildis­töku Lissa­bon-sátt­mál­ans, grund­vall­ar­lög­gjaf­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, var ein­róma samþykki þannig til að mynda af­numið í tug­um mála­flokka. Ríki sam­bands­ins hafa í dag aðeins neit­un­ar­vald í tak­mörkuðum fjölda mála. Þar á meðal í skatta­mál­um, ut­an­rík­is- og ör­ygg­is­mál­um, fjár­mál­um og varðandi samþykkt nýrra aðild­ar­ríkja.

Til­gang­ur fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar er sá að hindra að minni ríki Evr­ópu­sam­bands­ins, til að mynda Malta og Lúx­emburg, geti staðið í vegi fyr­ir breyt­ing­um í skatta­mál­um inn­an sam­bands­ins sem miða að því að koma í veg fyr­ir að þau geti boðið upp á lægri skatta en önn­ur ríki inn­an þess. Nýta á til þess heim­ild í Lissa­bon-sátt­mál­an­um.

Fjallað er um málið á frétta­vefn­um Eu­obser­ver.com.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka