Þýskaland viðurkennir ekki sjálfstæði Katalóníu

Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu, söng þjóðsöng Katalóníu í þinginu …
Carles Puigdemont, forseti heimastjórnar Katalóníu, söng þjóðsöng Katalóníu í þinginu fyrr í dag. AFP

Þýska­land viður­kenn­ir ekki ein­hliða sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ingu Katalón­íu, að sögn tals­manns þýsku rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Hann kall­ar eft­ir betra sam­tali milli ríkja.

„Þýska rík­is­stjórn­in viður­kenn­ir ekki þessa sjálf­stæðis­yf­ir­lýs­ingu,“ skrifaði talsmaður­inn, Stef­fen Sei­bart, á Twitter. „Full­veldi Spán­ar og lög­saga þess er og mun alltaf verða órjúf­an­leg,“ bætti hann við.

„Við von­um að aðilar máls­ins muni nýta öll tæki­færi til þess að ræða sam­an og draga úr spennu.“

Fyrr í dag hafði katalónska þingið lýst því yfir að það myndi lýsa yfir sjálf­stæði frá Spáni. Á sama tíma lagði Mariano Rajoy, for­sæt­is­ráðherra Spán­ar, fram til­lögu á efri deild spænska þings­ins þess efn­is að heima­stjórn Katalón­íu verði svipt völd­um og að héraðið heyri al­farið und­ir rík­is­stjórn Spán­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert