Facebook hefur lokað fyrir auglýsingu sölu jólakorta þar sem sjá má mynd af rauðbrystingi. Auglýsingin er nú bönnuð á Facebook vegna þess að myndin af fuglinum þykir kynferðisleg.
Listamaðurinn, Jackie Charley, segist „ekki hafa getað hætt að hlæja“ þegar hún frétti af banninu.
Fuglinn var eitt af þremur dýrum sem Charley teiknaði þar sem sýna átti dýr í snjó. Hin dýrin voru hjörtur og íkorni.
„Það lítur allt út fyrir að við höfum ekki samþykkt myndina þína vegna þess að við leyfum ekki sölu á vörum sem ætlaðir eru fyrir fullorðna eingöngu, til að mynda þegar um er að ræða kynferðisleg myndskeið,“ voru skilaboð sem Charley fékk þegar myndin af fuglinum var bönnuð.
„Það er mjög fyndið að Facebook skuli hafa komið í veg fyrir að ég geti selt verkin mín í búðinni minni vegna reglna Facebook um hvað sé kynferðislegt. Vinsamlegt dæmi hver fyrir sig! (Ég get ekki hætt að hlæja)“ skrifaði Charley á facebooksíðu sína og bætti við að fólk gæti keypt jólakortin beint frá sér.
Hún segir að það sé ekkert kynferðislegt við myndirnar af fuglinum og bíður eftir viðbrögðum frá Facebook vegna málsins.