„Dómarinn vill munnmök að launum“

Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.
Óvelkomin snerting,grip eða þukl. er dæmi um kynbundna áreitni.

Yfir fjög­ur þúsund kon­ur sem starfa í sænska rétt­ar­kerf­inu skrifa und­ir ákall um breyt­ing­ar í karlægu dóms­kerfi. Þær lýsa sög­um af áreitni og of­beldi tengdu kyn­ferði þeirra í starfi inn­an rétt­ar­kerf­is­ins. „Dóm­ar­inn vill munn­mök að laun­um,“ seg­ir í fyr­ir­sögn SvD.

Und­an­farn­ar vik­ur hafa hundruð ef ekki þúsund­ir sænskra kvenna greint frá kyn­ferðis­legu of­beldi og áreitni í starfi und­ir myllu­merk­inu #MeT­oo.

Slá­andi lýs­ing­ar á kyn­ferðis­legri áreitni og of­beldi úr heimi íþrótta, leik­húsa, dag­blaða, stjórn­mála og í raun í hvaða stétt sem er. Í landi sem gef­ur sig úr fyr­ir að standa flest­um öðrum fram­ar þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um.

Í dag eru það kon­ur sem starfa inn­an rétt­ar­kerf­is­ins. Á ein­um degi rituðu 4.445 kon­ur und­ir áskor­un í Svenska Dag­bla­det und­ir myllu­merk­inu #med­vil­ken­rätt. Þar er farið fram á að gripið verði til aðgerða gegn áreitni og mis­notk­un valds inn­an dóms­kerf­is­ins.

„Í starfi mínu barðist ég fyr­ir rétt­ind­um annarra en ég nýt engra rétt­inda sjálf,“ skrif­ar ein kona sem seg­ir tíma­bilið þar sem hún starfaði fyr­ir lög­manns­stofu sem sér­hæf­ir sig í að starfa fyr­ir viðskipta­lífið. „Þetta voru verstu ár lífs míns,“ seg­ir hún.

Skipu­leggj­end­ur her­ferðar­inn­ar segja að vitn­is­b­urður svo margra kvenna hafi borist að þeir hafi þurft að loka á inn­send­ing­ar.

Ein kona lýs­ir því hvernig sak­sókn­ari hafi ít­rekað áreitt hana, hringt og sent henni skila­boð. Þegar hún hafnaði boði um kvöld­verð tók ekki betra við því hann hótaði því að eyðileggja fer­il henn­ar.

Þegar hún sagðist ekki hafa áhuga á hon­um fékk hún svarið að hún væri „hel­vít­is hóra,“ og hann þekkti fullt af fólki sem gæti tryggt að hún fengi aldrei starf í grein­inni.

„Með hverj­um skila­boðum urðu hót­an­irn­ar al­var­legri og síðan bætt­ust við hót­an­ir um árás­ir og of­beldi,“ skrif­ar hún.

Önnur kona lýs­ir því hvernig dóm­ari hafi sýnt henni mynd­ir af þrem­ur sak­born­ing­um í nauðgun­ar­máli. „Hann spurði mig hverj­um þeirra ég vildi helst vera nauðgað af,“ skrif­ar kon­an.

Í ein­hverj­um til­vik­um bein­ist umræðan að karllægu viðhorfi gagn­vart fólki sem rétt­ar­kerfið á að verja. Í nauðgun­ar­máli var kona beðin um að safna upp­lýs­ing­um um ákær­anda, fatnað ofl. til þess að sýna fram á hversu mik­il dræsa hún væri. „Ég neitaði þar sem það tengd­ist mál­inu ekki neitt og var ein­fald­lega neyðarlegt,“ skrif­ar kon­an. Þar sem hún neitaði fékk hann starfs­bróður henn­ar til starf­ans og úti­lokaði hana frá mál­inu.

Rit­ari við dóm­stól lýs­ir því hvernig karl­ar á vinnustaðnum hafi brugðist við þung­un henn­ar. Þeir hafi tjáð henni að það væri ekki hægt að vinna með henni: „enda viti all­ir hvað þungaðar kon­ur eru móður­sjúk­ar.“ Önnur kona fékk að heyra það hjá vinnu­fé­laga að hún væri eins og fíll.

Um­fjöll­un SvD

Um­fjöll­un Expressen

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert