Hertóku ríkisútvarp Simbave

Frá höfuðborg Simbabve í morgun.
Frá höfuðborg Simbabve í morgun. AFP

Herinn í Simbabve hefur hertekið ríkisútvarp landsins, ZBC, en herforingjar segja að ekki sé um valdarán að ræða heldur beinist aðgerðirnar að glæpamönnum. Þetta kemur fram í frétt BBC. 

Segja þeir að forseti landsins, Robert Mugabe, sé heill á húfi. Vopnagnýr heyrðist í úthverfum höfuðborgarinnar, Harare, í morgunsárið. 

Forseti Simbabve, Robert Mugabe.
Forseti Simbabve, Robert Mugabe. AFP

Erindreki Simbabve í Suður-Afríku, Isaac Moyo, segir að ekki sé um valdarán að ræða og að ekkert amaði að ríkisstjórn landsins. Yfirlýsing hans var lesin upp eftir að hermenn hertóku höfuðstöðvar ZBC. 

Árásin beinist aðeins gegn glæpamönnum í kringum Mugabe, mönnum sem séu að fremja glæpi. Þeir beri ábyrgð á þjáningum þjóðarinnar, bæði félagslega og efnahagslega. Um leið og verkefninu lýkur sé stefnt að því að ástandið verði aftur með eðlilegum hætti. 

Ekki kemur fram gegn hverjum aðgerðirnar beinast en samkvæmt Reuters hefur meðal annars fjármálaráðherra landsins, Ignatius Chombo, verið handtekinn. Eins er ekki vitað hver stýrir aðgerðum hersins.

Æðsti herforingi Simbabve, Constantino Chiwenga.
Æðsti herforingi Simbabve, Constantino Chiwenga. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert