Mun ekki hlýða ólöglegri skipun um kjarnorkuárás

Endurskoðun á kjarnorkuheimildum forsetans stendur nú yfir.
Endurskoðun á kjarnorkuheimildum forsetans stendur nú yfir. AFP

Æðsti stjórn­andi Banda­ríkja­hers í öllu sem viðkem­ur kjarna­vopn­um seg­ist ekki munu hlýða ólög­mætri fyr­ir­skip­un um kjarn­orku­árás frá for­seta Banda­ríkj­anna.

Hers­höfðing­inn John Hyten seg­ir að sem yf­ir­maður kjarn­orku­vopna­mála muni hann leiðbeina for­set­an­um og finna aðra lög­lega val­mögu­leika, komi slík fyr­ir­skip­un. BBC grein­ir frá.

Þetta seg­ir Hyten aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að sú umræða skapaðist á banda­ríska þing­inu að end­ur­skoða ætti heim­ild Banda­ríkja­for­seta til að beita kjarna­vopn­um, en BBC greindi frá því í síðustu viku að ut­an­rík­is­nefnd öld­unga­deild­ar­inn­ar væri nú að fara yfir heim­ild­ir for­set­ans í þeim efn­um.

Formaður nefnd­ar­inn­ar, re­públi­kan­inn Bob Cor­ker, sakaði í síðasta mánuði Don­ald Trump um að beina Banda­ríkj­un­um út í þriðju heims­styrj­öld­ina. Trump hét því í ág­úst að láta eldi og brenni­steini rigna yfir Norður-Kór­eu hætti ríkið ekki við kjarn­orku­áætl­un sína.

Hafa nokkr­ir þing­menn viðrað áhyggj­ur sín­ar af því að Trump kunni að fyr­ir­skipa kjarn­orku­árás með mjög óá­byrg­um hætti en aðrir segja nauðsyn­legt fyr­ir for­set­ann að hafa þessa heim­ild án af­skipta frá lög­fræðing­um. Er þetta í fyrsta skipti í 40 ár sem heim­ild for­set­ans til að hefja kjarn­orku­árás er rædd í þing­inu.

Hyten telur sig geta streist á móti fyrirskipun forseta um …
Hyten tel­ur sig geta streist á móti fyr­ir­skip­un for­seta um kjarn­orku­árás. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Á alþjóðlegri ör­ygg­is­ráðstefnu í Halifax í Kan­ada í gær sagði Hyten að mikið væri hugsað um þessa hluti. Þegar menn bæru þessa ábyrgð væri það nauðsyn­legt.

Sagðist hers­höfðing­inn hafa kynnt sér lög Banda­ríkj­anna um vopnuð átök í fjölda ára og að for­set­inn yrði að hafa ým­is­legt í huga þegar ákvörðun um kjarn­orku­árás væri tek­in.

„Ég veiti for­set­an­um ráðgjöf og hann seg­ir mér hvað skal gera,“ sagði Hyten á ráðstefn­unni.

„Ef það er ólög­legt, hvað ger­ist þá? Ég segi for­set­an­um það og hvað seg­ir hann þá? Hann spyr hvað sé þá lög­legt og við finn­um flöt á hvernig megi bregðast við aðstæðum. Þannig virk­ar þetta. Þetta er ekki flókið.“

Hyten bætti svo við: „Ef þú fyr­ir­skip­ar ólög­lega aðgerð ferðu í fang­elsi þar sem þú gæt­ir þurft að dúsa alla þína ævi.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert