„Farðu, rúta!“

Ó nei! Rútan ók beint fyrir myndavélina.
Ó nei! Rútan ók beint fyrir myndavélina.

Kvik­mynda­tökumaður hafði komið sér fyr­ir á hinum full­komna stað til að fylgj­ast með því þegar jafna átti leik­vang í Atlanta við jörðu. Upp­taka manns­ins var sýnd í beinni út­send­ingu. Hann beið í 40 mín­út­ur eft­ir augna­blik­inu en um leið og fyrsta sprengj­an sprakk birt­ist óvel­kom­inn gest­ur beint fyr­ir fram­an mynda­vél­ina.

Á upp­töku manns­ins má sjá hvar stór rúta ekur hægt og ró­lega fyr­ir mynda­vél­ina á þessu mik­il­væga augna­bliki. „Færðu þig, rúta!“ hróp­ar maður­inn. „Farðu, rúta!“ held­ur hann áfram en allt kem­ur fyr­ir ekki. Rútu­bíl­stjór­inn stöðvar rút­una, vænt­an­lega til að fylgj­ast sjálf­ur með. „Þú, þú...“ heyr­ist mynda­tökumaður­inn segja í von­leysi sínu. Um leið og bygg­ing­in hrundi til jarðar mjakaðist rút­an loks frá. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert