Á lífi eftir að hafa tekið inn eitrið

Skjáskot úr beinni útsendingu frá réttarhöldunum yfir Slobodan Praljak sýnir …
Skjáskot úr beinni útsendingu frá réttarhöldunum yfir Slobodan Praljak sýnir hvar hann ber glasið að vörum sér. AFP

Bosníu-Króatinn Slobodan Praljak, sem tók inn eitur er dómur var kveðinn upp yfir honum í stríðsglæpadómstólnum í Haag í morgun, er á lífi.

AFP-fréttastofan hefur þetta eftir starfsmanni réttarins. Sagði hann Praljak á lifi og verið sé að veita honum alla nauðsynlega læknisaðstoð.

Praljak var dæmd­ur í tutt­ugu ára fang­elsi árið 2013 fyr­ir glæpi, m.a. morð í Aust­ur-Most­ar. Dóm­stól­inn staðfesti þá niður­stöðu í dag. Eft­ir að niðurstaða dóms­ins var les­in upp í dag, en um loka­áfrýj­un máls­ins var að ræða, sagði Praljak við dóm­ar­ann: „Ég hef tekið eit­ur“ og hrópaði: „Ég er ekki glæpa­maður“.

Í frétt BBC um málið var greint frá því að Praljak hafi sett hönd að munni og hallað höfðinu aft­ur og gleypt glas með ein­hverju, sem verj­andi hans sagði vera eit­ur.

Dóm­ar­inn bað þegar í stað um að rétt­ar­höld­un­um yrði frestað og að tjald yrði dregið fyr­ir svæðið þar sem Praljak stóð. Fréttamenn segja sjúkraliða hafa þust inn í dómsalinn eftir að öðrum var vísað þar út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka