Bosníu-Króatinn Slobodan Praljak tók inn blásýru í dómsal stríðsglæpadómstólsins í Haag eftir að kveðinn var upp yfir honum dómur á miðvikudaginn.
Praljak lést af völdum hjartabilunar, að sögn hollenskra saksóknara.
Dómstóllinn í Haag staðfesti tuttugu ára fangelsisdóm sem Praljak var dæmdur í fyrir fjórum árum vegna stríðsglæpa í stríðinu í gömlu Júgóslavíu. Praljak var hershöfðingi í her Króata í stríðinu á árabilinu 1992-1995 en hann var 72 ára.
Ásgeir Friðgeirsson, fyrrverandi tengdasonur Slobodans, segir hann hafa verið mann sem tekið hafi verið eftir hvar sem hann fór, að því er fram kemur í samtali við Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.