Blásýra varð Praljak að aldurtila

Slobodan Praljak tekur inn blásýruna.
Slobodan Praljak tekur inn blásýruna. AFP

Bosn­íu-Króat­inn Slo­bod­an Praljak tók inn blá­sýru í dómsal stríðsglæpa­dóm­stóls­ins í Haag eft­ir að kveðinn var upp yfir hon­um dóm­ur á miðviku­dag­inn.

Praljak lést af völd­um hjarta­bil­un­ar, að sögn hol­lenskra sak­sókn­ara. 

Dóm­stóll­inn í Haag staðfesti tutt­ugu ára fang­els­is­dóm sem Praljak var dæmd­ur í fyr­ir fjór­um árum vegna stríðsglæpa í stríðinu í gömlu Júgó­slav­íu. Praljak var hers­höfðingi í her Króata í stríðinu á ára­bil­inu 1992-1995 en hann var 72 ára.

Ásgeir Friðgeirs­son, fyrr­ver­andi tengda­son­ur Slo­bod­ans, seg­ir hann hafa verið mann sem tekið hafi verið eft­ir hvar sem hann fór, að því er fram kem­ur í sam­tali við Ásgeir í Morg­un­blaðinu í dag.

Slobodan Praljak í réttarsalnum.
Slo­bod­an Praljak í rétt­ar­saln­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert