Mannskæð loftárás í Sýrlandi

Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.
Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka. AFP

Að minnsta kosti 19 manns létust og fjölmargir særðust í loftárás í Sýrlandi í dag. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka því margir eru lífshættulega slasaðir. Mannskæðasta árásin var á borgina Hammuriyeh þar sem 13 létust þar af fimm börn. 

Varað er við myndum sem fylgja fréttinni.

AFP

Loftárásir voru gerðar á þrjár borgir til viðbótar, Arbeen, Beit Sawaog Misraba þar sem sex borgara létust þar af tvö börn og tvær konur. Árásirnar voru meðal annars gerðar á íbúðabyggð og matvöruverslun. Alls létust að minnsta kosti sjö börn í þessum árásum. 

Fjölmargir eru lífshættulega slasaðir.
Fjölmargir eru lífshættulega slasaðir. AFP

 

Árásirnar voru gerðar í Austur-Ghouta héraði sem er nálægt borginni Damaskus. Það svæði er enn und­ir yf­ir­ráðum víga­manna Rík­is íslams í land­inu en þeir hafa verið hrakt­ir brott af flest­um öðum svæðum lands­ins.

AFP

 

Þeir hafa haldið völdum þar frá árinu 2013. Talið er að um 400 þúsund manns búa þar enn og lifa við mikinn skort. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að líf yfir hundruða manna sé í hættu ef þau fá ekki nauðsynlega læknisaðstoð.

Fyrir viku síðan gerðu Rússar loftárás á svæðið þar sem að minnsta kosti 53, þar af 21 barn, lét­ust. 

 

Á laugardaginn létust að minnsta kosti 11 mans í höfuðborg Sýrlands. Frá því stríðið braust út árið 2011 hafa að minnsta kosti 340 þúsund manns týnt lífi sínu.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert