Átta handteknir vegna morðsins

Daphne Caruana Galizia á leið í réttarsal í apríl síðastliðnum.
Daphne Caruana Galizia á leið í réttarsal í apríl síðastliðnum. AFP

Yfirvöld á Möltu hafa handtekið átta manns vegna morðsins á rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia. Þetta kom fram í yfirlýsingu Joseph Muscat, forsætisráðherra landsins.

Galizia, sem var 53 ára þegar hún var myrt í bílsprengjuárás 16. október, hafði fjallað ítrekað um spillingu í fjármála- og stjórnmálakerfi landsins í bloggskrifum sínum.

„Í þessari aðgerð voru átta handteknir,“ sagði í yfirlýsingunni. Hinir grunuðu er allir Maltverjar.

Í október var greint frá því að þrír rann­sókn­ar­lög­reglu­menn frá Europol yrðu send­ir til Möltu til að aðstoða við rann­sókn á morðinu á Galizia. 

Áður höfðu starfs­menn banda­rísku al­rík­is­lög­regl­unn­ar, FBI, og hol­lensk­ir tækni­menn aðstoðað malt­nesku lög­regl­una. 

Joseph Muscat mætir á fund Evrópusambandsins í Brussel.
Joseph Muscat mætir á fund Evrópusambandsins í Brussel. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert