Netverjar kaupa kastala

Yfir 6.500 netverjar tóku höndum saman og keyptu í sameiningu kastala í vesturhluta Frakklands á hálfa milljón evra, sem svarar til 61,7 milljóna króna. Ætlunin er að gera kastalann upp en hann þykir ægifagur. 

Hópurinn, Les Amis du château poitevin de La Mothe-Chandeniers, ætlar að tvöfalda fjárhæðina og verður fénu varið í viðgerð á kastalanum. Söfnunin fór fram á hópfjármögnunarvefnum Dartagnans.fr sem sérhæfir sig í að safna fé til að bjarga menningarverðmætum eins og þessum kastala frá þrettándu öld.

Frétt Figaro um söfnunina

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert