Segist ætla að flytja sendiráðið

Frá Jerúsalem.
Frá Jerúsalem. AFP

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti ræddi í dag við Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínu, í gegn­um síma og sagði hon­um að hann ætlaði sér að flytja banda­ríska sendi­ráðið til Jerúsalem. Þetta staðfest­ir talsmaður Abbas. Banda­ríkja­for­seti ætlaði einnig að ræða við Benjam­in Net­anya­hu, for­sæt­is­ráðherra Ísra­els, og Abdullah, kon­ung Jórdan­íu, í síma í dag.

Sendi­ráð Banda­ríkj­anna er nú í Tel Aviv. 

Í yf­ir­lýs­ingu frá palestínsku for­seta­skrif­stof­unni seg­ir að Trump hafi „upp­lýst Abbas um fyr­ir­ætlan­ir sín­ar um að færa banda­ríska sendi­ráðið frá Tel Aviv til Jerúsalem“. Ekki kom fram hvort að Trump ætlaði sér að fram­fylgja þessu þegar í stað eða síðar. 

Bæði Ísra­el­ar og Palestínu­menn segja borg­ina sína höfuðborg. Abbas hef­ur átt í viðræðum við leiðtoga heims­ins und­an­farna daga um að þeir setji þrýst­ing á Trump um að hætta við ákvörðun­ina.

For­seti Frakk­lands, Emm­anu­el Macron, hef­ur þegar varað Trump Banda­ríkja­for­seta við því að taka ákvörðun­ina varðandi Jerúsalem. Nokkr­ir leiðtog­ar ar­ab­a­ríkja og mús­líma hafa gert slíkt hið sama. 

Orðróm­ur hef­ur verið um að Trump ætli sér að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els líkt og hann hét að gera í kosn­inga­bar­áttu sinni. Sam­kvæmt heim­ild­um Reu­ters-frétta­stof­unn­ar mun Trump til­kynna þetta á morg­un, miðviku­dag.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert