Leiðtogi þýska Jafnaðarmannaflokksins, Martin Schulz, sér fyrir sér að Evrópusambandið gæti fomlega verið orðið að sambandsríki fyrir árið 2025, Bandaríkjum Evrópu. Þetta kom fram í ræðu sem hann flutti í gær. Hvatti hann flokksmenn enn fremur til þess að styðja ríkisstjórnarsamstarf við Kristilega demókrata. Ekki hefur tekist enn að mynda ríkisstjórn í Þýskalandi í kjölfar þingkosninga sem fram fóru í landinu í lok september.
Frétt mbl.is: Evrusvæðið ósjálfbært án eins ríkis
„Ég vil evrópskan stjórnarskrársáttmála sem leggur grunninn að evrópsku sambandsríki,“ sagði Schulz sem er fyrrverandi forseti Evrópuþingsins. Slíkur sáttmáli yrði lagður fyrir ríki Evrópusambandsins til samþykktar og þeim ríkjum sem ekki vildu leggja blessun sína yfir hann yrði gert að yfirgefa sambandið. Þetta sagði hann einu leiðina til þess að styrkja Evrópusambandið í sessi og berjast gegn uppgangi hægrisinnaðra þjóðernissinna í ríkjum sambandsins.
Frétt mbl.is: Leggur áherslu á Bandaríki Evrópu
Schulz sagðist einnig vilja sjá sameiginlegan fjármálaráðherra fyrir evrusvæðið og ríkissjóð. „Evrópusambandið starfar ekki alltaf fyrir íbúa þess heldur of oft í þágu stórfyrirtækja.“ Fréttavefurinn Euobserver.com greinir frá þessu.