Sakar ESB um heigulshátt

Milos Zeman.
Milos Zeman. AFP

For­seti Tékk­lands, Mi­los Zem­an, sakaði Evr­ópu­sam­bandið í gær um heig­uls­hátt vegna viðbragða sam­bands­ins við ákvörðun Don­alds Trump, for­seta Banda­ríkj­anna, um að viður­kenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísra­els.

Fram kem­ur í frétt AFP að Zem­an hafi sagt að Evr­ópu­sam­bandið væri að gera allt sem það gæti til þess að styðja málstað hryðju­verka­sam­taka gegn Ísra­el og vísaði þar vænt­an­lega til Ham­as-sam­tak­anna. Lýsti hann sjálf­um sér sem stuðnings­manni Ísra­els.

For­set­inn sagðist sátt­ur við ákvörðun Trumps. Trump hef­ur einnig ákveðið að flytja banda­ríska sendi­ráðið í Ísra­el frá Tel Aviv til Jerúsalems en Zem­an sagðist sjálf­ur hafa hvatt til þess að tékk­neska sendi­ráðið yrði einnig flutt til Jerúsalems.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert